Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Punktar frá Jakobi Má þjálfara Víðismanna.

Hvernig er staðan á liðinu fyrir leikinn í kvöld gegn Reynismönnum ?

Staðan er sú að menn eru klárir í slaginn og hlakkar mikið til. Ég vonast til að drengirnir komi vel undan þjóðhátið og nái þremur stigum í kvöld.  Æfingar í vikunni hafa gengið vel og sérstök ánægja er með nýja markmanninn, en hann talar mikið og stjórnar vörninni einstaklega vel og vonast ég til að sjá mun á varnarvinnu liðisins í kvöld. 

Tómas Kjartans er reyndar í leikbanni og Hörður Harðarson er meiddur og leikur ekki. Einnig er spurning með Daníel Frímannsson, en hann byrjar leikinn en gengur ekki alveg heill til skógar eftir æfingu í vikunni og kemur bara í ljós með hvað hann endist.

Jakob þjálfari er einnig í banni í kvöld og mun Zivko ásamt þeim Óla Róberts.  og Einari Daníelssyni stjórna liðinu í kvöld.

Áfram Víðir !