Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Víðis-skemmtanir framundan

Þó fótboltasumrinu 2010 sé lokið þá er nóg að gera hjá stjórn og unglingaráði Víðis. Ný æfingatafla leit dagsins ljós í byrjun október og vetrarstarfið komið á fullt hjá yngriflokkunum. Verið er að leita logandi ljósi að nýjum þjálfara fyrir meistaraflokk karla og hefur verið rætt við eina 10 aðila sem eru að hugsa málið.

Svona starfsemi krefst útsjónarsemi þeirra sem stjórna og sífellt verið að leita leiða til að ná í pening og reyna að halda kostnaði niðri fyrir iðkendurna sjálfa.
Það helsta sem framundan er hjá Víðisfólki fyrir stuðningsmenn Víðis og allt skemmtilegt fólk, er eftirfarandi:

Herrakvöldinu sem til stóð að hafa þann 12.nóvember hefur verið frestað þar til grasspretta fer af stað aftur..
      

17. desember verður unglingaráð Víðis með skötuveislu í samkomuhúsinu í Garðinum.

22. janúar  verður þorrablót Víðis og Björgnarsveitarinnar haldið í annað sinn í íþróttahúsi bæjarins, en griðarlega vel tókst til með þessa skemmtun s.l. vetur.

8. apríl næsta vor verður kvennakvöld Víðis haldið í Samkomuhúsinu,en síðasta kvennakvöld fór víst vel fram þó að Páli Óskari hafi tekist að trylla konurnar þannig að þakið ætlaði af húsinu.

 

Vonum að Garðbúar, aðrir stuðningsmenn Víðis og allir fótboltaáhugamenn verði duglegir að mæta á þessar skemmtanir og gera sér glaðan dag.

Áfram Víðir !