Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Þjálfaramálin komin á hreint.

Nú í kvöld var gengið frá ráðningu þjálfara fyrir meistaraflokk karla. Sá er verður maðurinn í brúnni heitir Brynjar Gestsson og hefur til að mynda þjálfað ÍR, ÍH og Álftanes.

Brynjar stundar nú nám í Bandaríkjunum. Hann kemur til með að flytja til Íslands nú í desember en hann tekur svo formlega við stjórn 4.janúar næstkomandi. Miklar væntingar eru gerðar til Brynjars og er vonandi að hann komi liðinu á beinu brautina sem allra fyrst.

Spjallað verður við Brynjar síðar og birt á síðunni.