Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Lengjubikarinn heldur áfram

Í gær laugardag léku Viðismenn við KB Leikni í Lengjubikarnum. Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni og var hin mesta skemmtun þar sem hraðinn var nokkur og fimm mörk litu dagsins ljós.


KB byrjaði leikinn betur og uppskáru mark eftir um 10 mínútna leik. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn eftir markið en KB þó líklegri til að bæta við en Víðismenn að jafna. Staðan 0-1 fyrir KB í leikhléi.
Síðari hálfleikur byrjaði með látum því að KB bætti við tveimur mörkum á fyrstu tveimur mínútum hálfleiksins eftir slæm mistök hjá Víðismönnum og staðan orðin 0-3. Við þessi mörk vöknuðu Víðismenn til lífsins og sóttu hart að marki KB.

Ólafur Ívar Jónsson minnkaði muninn í 1-3 með marki beint úr aukaspyrnu. Ólafur setti boltann yfir varnarvegginn og hann söng í markvinklinum, einstaklega glæsilegt mark hjá þeim gamla.
Víðismenn minnkuðu svo muninn í 2-3 með marki frá Magnúsi Ólafssyni en nær komust þeir ekki þrátt fyrir harða atlögu að marki liðs KB. Jón Ingi Skarphéðinsson komst næst því að jafna leikinn á lokasekúndunum en skalli hans fór hárfínt fram hjá. 2-3 tap því staðreynd og Víðismenn eru með 3 stig eftir tvo leiki Lengjubikarnum.

Byrjunarlið Víðis:  Rúnar Dór Daníelsson Sigurður Elíasson - Atli Þór Jóhannsson - Einar Daníelsson - Ólafur ÍvarJónsson - Atli Rúnar Hólmbergsson - Viktor Gíslason - Gunnar Hilmar Kristinsson - Björn Bergmann Vilhjálmsson - Davíð Hallgrímsson - Magnús Ólafsson

Varamenn sem komu við sögu: Andri Þór Guðjónsson, Eiríkur Viljar H Kúld,
Jón Ragnar Ástþórsson og Jón Ingi Skarphéðinsson.

Næsti leikur er á móti ÍH en hann fer fram laugardaginn 2.apríl kl. 16:00 á Ásvöllum.

 

Áfram Víðir !