Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Góður sigur um helgina.

Víðismenn unnu ÍH 2-3 í Lengjubikarnum nýliðna helgi og fór leikurinn fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Víðismenn byrjuðu leikinn betur en það var samt ÍH sem skoraði fyrsta markið. Eftir að Víðismenn höfðu átt skalla í slá eftir hornspyrnu brunuðu leikmenn ÍH fram í skyndisókn og skoruðu fyrsta mark leiksins. Víðismenn jöfnuðu þó fljótlega leikinn og þar var að verki Björn Bergmann Vilhjálmsson eftir langa sendingu frá Einari Daníelssyni.

Staðan jöfn í leikhléi 1-1.

Ekki byrjaði seinni hálfleikur nógu vel fyrir okkar menn því að leikmenn ÍH skoruðu sitt annað mark í leiknum og staðan orðin 2-1. En Víðismenn voru þó ekki lengi að svara og var það Magnús Ólafsson sem jafnaði metin
2-2. Víðismenn áttu þá hörkuskot í stöng og út og þar var Magnús mættur ogfylgdi vel á eftir. Sigurmark Víðismanna kom svo skömmu síðar og var þar að verki Eiríkur Viljar Kúld. Helgi S. Ólafsson átti þá góðan sprett upp hægri kantinn og gaf fína sendingu fyrir markið sem að Eiríkur afgreiddi laglega í slá og inn.

Lið Víðis:
Rúnar Dór Daníelsson - Georg Sigurðsson (Andri Guðjónsson), Einar
Daníelsson, Gunnar Hilmar Kristinsson, Ólafur Ívar Jónsson - Jón Ingi
Skarphéðinsson (Helgi S. Ólafsson), Atli R. Hólmbergsson (Atli Þór
Jóhannsson), Viktor Gíslason, Eiríkur Viljar Kúld (Ómar Þ. Hjaltason) -
Magnús Ólafsson (Jón Ragnar Ástþórsson), Björn Bergmann Vilhjálmsson.

Næsti leikur verður í Lengjubikarnum er á miðvikudaginn 6.april, en þá leika Víðismenn við
nágranna sína í Reyni. Leikurinn hefst kl.20:30 í Reykjaneshöll.

Áfram Víðir !