Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Dottnir úr bikarnum þetta árið

Víðismenn eru dottnir úr Valitor bikarkeppninni þetta árið eftir tap á móti ÍR 0-6 . Liðið náði sér aldrei á strik og menn engan veginn að standa sig og þakka má fyrir að þetta fór ekki verr. Staðan var 3-0 í hálfleik og ÍR-ingar bættu svo þremur mörkum við í seinni hálfleik.

Björn Bergmann fékk rautt spjald fyrir tæklingu þegar 15 mín voru eftir af leiknum.
 

Liðið í gær:

Rúnar Dór Daníelsson - Georg Sigurðsson (Andri Þór Guðjónsson), Einar Daníelsson, Atli Rúnar Hólmbergsson, Ólafur Ívar Jónsson - Helgi Sigurjón Ólafsson (Hákon Stefánsson), Viktor Gíslason, Björn Bergmann Vilhjálmsson, Davíð Hallgrímsson, Hafsteinn Ingvar Rúnarsson - Magnús Ólafsson (Jón Ragnar Ástþórsson). 

 

Nú eru bara nokkrir dagar í frysta leik í Íslandsmóti og gott að bikarkeppnin er ekki lengur að þvælast fyrir liðinu.

Fyrsti leikur verður laguardaginn 21. maí hér á Víðisvellinum kl. 14:00 gegn Vængjum Júpíters.

 

Áfram Víðir !