Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

RKV samstarf.

Á miðvikudögum og föstudögum kemur hópur stúlkna saman í íþróttamiðstöðina í Garðinum til æfa fótbolta, en Víðir er í samstarfi við Reyni Sandgerði og Keflavik um rekstur þriggja kvennaflokka. Sameiginlegu lið þessara þriggja félaga keppa svo í mótum ársins undir merkjum RKV.

Tveir þessara flokka æfa hér í Garðinum einu sinni í viku og kíkti heimasíðan á æfingu hjá 5.flokki stúlkna í gær, miðvikudaginn 4. febrúar.

Mikið fjör var hjá stúlkunum og þjálfarinn Ragnar Steinarsson ánægður með hópinn og samstarfið.