Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Knattspyrnufélagið Víðir 80 ára.

Miðvikudaginn 11. maí sl. varð Knattspyrnufélagið Víðir 80 ára og var efnt til mikillar Víðishátíðar af því tilefni

Stjórn félagsins skipaði sl. haust afmælisnefnd til gera afmælisveislu félagsins sem mesta. Nefndina skipuðu þau Guðjón Guðmundsson, Kristín Erla Ólafsdóttir og Ásgeir Kjartansson. Voru stjórn og nýskipuð nefnd sammála um blása til veilsu í íþróttahúsinu þann 7. maí 2016. Undirbúningur gekk vel og sóttu ríflega 350 Víðismenn afmælishátíðina.

Formaður hélt bauð afmælisgesti velkomna og fór yfir það helsta í sögu Knattspyrnufélagsins.
Í ræðu formanns Guðlaugar Helgu, sem er fyrsta konan til gegna formannsembætti hjá Víði, kom fram mikill kraftur í félaginu þessa stundina og óásættanlegt knattspyrnuliðið leiki í þriðju deild, en öll umgjörð, peningastaða og önnur aðstaða til fyrirmyndar og óhætt fullyrða hún mun betri en lið sem leika í þriðju deild eiga venjast
Einnig kom fram tvisvar hefur félagið lagst í dvala á þessum 80 árum en síðan félagið var  síðast endurvakið árið 1965 hefur það starfað óslitið síðan. Félagið átti sín bestu ár, árangurslega séð, á tímabilinu 1982 - 1991 sem er rætt um sem gulltímabil félagsins en þá léku bæði meistaraflokkur karla og kvenna í efstu deild  og meistaraflokkur karla náði þeim árangri leika úrslitaleikinn í bikarkeppni KSÍ sumarið 1987.

Á eftir ræðu formanns stigu gestir í pontu og minntust fyrri tíma og eftirminnilegra viðburða í sögu félagins, en þeir sem tóku til máls og færðu félaginu gjafir voru Sigurður Ingvarsson heiðursfélagi í VíðiKristbjörg Eyjólfsdóttir, sem kom upp fyrir hönd foreldra sinna Eyjólfs Gíslasonar og Helgu Þ. Tryggvadóttur sem bæði eru heiðursfélagar Víðis og Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar, fyrir hönd bæjarfélagsins.

Viðtekin venja er á slíkum tímamótum fara yfir þann fjölda aðila sem komið hafa starfi Víðis og heiðra þá fyrir þann tíma sem farið hefur í sjálfboðavinnu í þágu Víðis og fengu eftirtaldir aðilar silfurmerki félagsins fyrir vel unnin störf.
Eva Rut Vilhjálmsdóttir, Einar Tryggvason, Erla Dögg Gunnarsdóttir, Guðríður S. Brynjarsdóttir, Heiðar Þorsteinsson, Jón Ragnar Ástþórsson, Karen Ásta Friðjónsdóttir, Sigríður Þorleifsdóttir og Sigurdís Benónýsdóttir

Gullmerki félagsins hlutu þeir Einar Jón Pálsson fyrverandi formaður og Guðmundur Einarsson, en óhætt er að segja að þeir tveir hafi meira og minna starfað fyrir félagið í fjóra áratugi.

Fulltrúi KSÍ veitti einnig viðurkenningar og fékk Guðlaug Helga Sigurðardóttir silfurmerki KSÍ og Einar Jón Pálsson og Gílsi Heiðarsson fengu gullmerki KSÍ og voru þau öll vel að þeim viðurkenningum komin.

Eftir formlegheitin tók við skemmtun hin mesta, þar sem kynnir kvöldsins, Björn Bragi, fór á kostum og hinir geðþekku bræður úr Hafnafirðinum Jón Jónsson og Friðrik Dór og tóku lagið fyrir viðstadda og náðu að stuða mannskapinn upp áður en hljómsveitin Buffið steig á stokk og tók sívinsælar danslagaperlur fram á nótt. 

Magnús Þórisson og hans starfólk á Réttinum veitingaþjónusta sá um kræsingar kvöldsins og tryggðu að enginn fór svangur á dansgólfið.

Það er mat nefndarinnar og stjórnar  félagsins að vel hafið tekist til með afmælið og fólk alla jafna ánægt og mikið af gömlum og góðum minningum rifjaðar upp þetta kvöld.
Á facebooksíðu Víðis má finna mikið af myndum frá kvöldinu.

Víðismenn vilja þakka allar gjafirnar sem félaginu voru færðar, öllum þeim gestum sem mættu og ekki síst öllum þeim Víðismönnum sem aðstoðuðu við framkvæmd viðburðarins.

G.H.S.

ÁFRAM VÍÐIR !