Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Víðismenn slógu efsta líð deildarinnar úr bikarnum

EF einhverjir Vesturbaeingar hafa vonast eftir bikarmeistar­atitlinum til KR-inga geta þeir sömu hætt að hugsa urn það bví í gærkvöldi slóu baráttu­glaðir Víðismenn KR, sem er í efsta sæti 1. deildar, úr keppn­inni og það sem meira var, sigurinn var sanngjarn. Víðis­menn börðust eins og þeir eru vanir og uppskáru sigur, en fyrir skömmu léku þessi lib á KR velli og þar skildu þau jöfn.

Það var fátt markvert sem gerðist i fyrri hálfleik ef mark Víðismanna er undanskilið. Talsverður vestan strekkingur var og léku heimamenn undan honum og setti það mark sitt á leikinn. Þeir sóttu heldur meira enKR-ingar áttu þó ágæta spretti í sókninni. Björn Rafnsson komst til dæmis í færi á 15. mínutu en Jón Örvar markvörður varði vel. Gísli Heiðarsson tognaði á olnboga á æfingu í fyrradag og lék því ekki með og verður frá keppni í urn hálfan mán­uð.

Það voru fleiri sem ekki gátu leikið hjá Víði. Vilhjalmur Einarsson var lasinn og á 14. mínútu varð baráttu­jaxlinn Guðjón Guðmundsson að yfirgefa leikvöllinn meiddur.

ViðhengiStærð
vidismenn_slogu_efsta_lid_deildarinnar_ur_bikarnum.pdf490.67 KB