Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Bikarleikur á móti Keflavík, Styrktarkvöld og Úrslitaleikur í Lengjubikarinum.

Víðismenn mæta Keflvíkingum föstudaginn 28.apríl og hefst hann kl 19:00 á Nettóvellinum í Reykjanesbæ.

 

Víðismenn unnu lið Mídasar í fyrstu umferðinni sannfærandi 4-1 á leikvelli Framara í Úlfarsárdal og skoruðu Aca og Milan sitt markið hvor en liðsmenn Mídasar sáu um að skora hin tvö mörkin með sjálfsmörkum.

 

Sama kvöld og Víðismenn mæta Keflavík þá verður Styrktarkvöld í Samkomuhúsinu (Pub quiz og skemmtilegheit). 

 

 

1.Maí verður Leikmannahittingur, opið Víðishús og Vöfflukaffisala. Þar gefst tækifæri fyrir stuðningsmenn að heilsa og kynnast leikmönnum Víðis fyrir sumarið.

 

2.Maí verður leikið til úrslita í Lengjubikarinum á móti Njarðvík á þeirra heimavelli. 

 

Áfram Víðir !! styðjum strákana alla leið.