Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Guðjón Árni tekinn við sem þjálfari Meistaraflokks Víðis

Víðir í Garði hefur komist að samkomulagi við Guðjón Árna Antoníusson um að taka við þjálfun meistaraflokks félagsins út tímabilið 2017. Guðjón Árni er fæddur og uppalinn í Garðinum og byrjaði sinn meistaraflokksferil með Víðir árið 2000. Guðjón lagði skónna á hilluna í vetur og hefur verið í þjálfaraliði Keflavíkur síðan ásamt því að þjálfa 2.flokk karla Keflavíkur. Guðjón er menntaður Íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík og starfar sem íþróttakennari við Myllubakkaskóla í Keflavík. Guðjón Árni á yfir 240 leiki í efstu deild með Keflavík og FH. Guðjón varð Íslandsmeistari 2012 með FH og tvisvar orðið bikarmeistari með Keflavík 2004 og 2006. Guðjón spilaði sem fyrirliði fyrir bæði liðin. Við bjóðum Guðjóni Árna velkominn til starfa. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samnings fyrr í dag. Frá vinstri, Sólmundur Ingi Einvarðsson formaður , Guðjón Árni Antoníusson þjálfari Víðis, Jón Oddur Sigurðsson varaformaður.