Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Heimaleikur á móti Vestra laugardaginn 22.júlí kl 14:00

Víðisliðið mætir Vestra í næsta leik, laugardaginn 22.júlí kl 14:00.

Víðisliðið situr í 5.sæti 2.deildar með 19 stig ásamt Aftureldingu sem eru í 4.sæti. 

Víðismenn hafa fengið 2 leikmenn núna í félagaskiptaglugganum, það eru þeir Ari Steinn Guðmundsson (miðjumaður/kantmaður fæddur árið 1996) og Þröstur Ingi Smárason (markmaður fæddur 1999) koma þeir báðir að láni frá Keflavík. Bjóðum þá velkomnar í Víðis fjölskylduna.

Þessa viku hefur Knattspyrnuskóli KSÍ í umsjá Dean Martin verið með æfingar og gist á hótelinu Lighthouse Inn í Garðinum. Knattspyrnuskólinn er skipaður einum fulltrúa frá hverju liði fyrir þau börn sem eru fædd 2003. Cristovao A. F. Da S. Martins er fulltrúi okkar Víðismanna, gaman að segja frá því að Víðismaðurinn Björn Bogi Guðnason er fulltrúi Keflvíkinga í knattspyrnuskólanum.  

Víðismenn sóttu 3 stig í síðasta leik sem var úti á móti Hetti frá Egilsstöðum hörkuleikur sem endaði 3-4 okkar mönnum í vil. 

Allir að mæta á völlinn á laugardag að hvetja strákana áfram til sigurs á móti Vestra

 

áfram Víðir!!!

 FÉLAGLUJTMÖRKNETSTIG
1Magni1282226  -  161026
2Njarðvík1273229  -  20924
3Huginn1265123  -    81523
4Afturelding1261522  -  16619
5Víðir1254326  -  21519
6Völsungur1251631  -  27416
7Vestri1251618  -  15316
8Tindastóll1243519  -  21-215
9Höttur1243521  -  25-415
10KV1242623  -  31-814
11Fjarðabyggð1232710  -  27-1711
12Sindri1203914  -  35-213