Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fréttir af aðalfundi körfuknattleiks deildar Víðis

Aðalfundur körfuknattleisdeildar Víðis fór fram 26.janúar s.l. 

Knattspyrnufélagið Víðir bætir við sig nýrri deild innan Víðis. 

Körfuknattleiksdeildin var stofnuð 24.september.2017 á fyrsta aðalfundi deildarinnar. Þar voru búnar til samþykktir/lög deildarinnar. Kosið var þá í stjórn formann Hilmar Þór Ævarsson, varaformann Ragnar Þór Bragason og gjaldkera Eiríkur Arnar Björgvinsson. 

Tilgangur félagsins er að halda úti körfuknattleiksæfingum að minnstakosti 2x í viku og taka þátt í utandeild Breiðabliks þar sem stefnan er tekin á bætingu ár frá ári. Fyrst og fremst snýst deildin um að halda úti körfubolta fyrir þá sem hafa áhuga á, vilja koma, hreyfa sig og halda heilbrigðum lifnaðarhætti. ( 2.gr. lög körfuknattleiksdeidar Víðis).

Fyrsti formlegi aðalfundurinn fór fram föstudaginn 26.janúar s.l. Þar mættu 9 manns á fundinn. ( 7 leikmenn / stjórnarmenn deildarinnar, Formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Víðir) 

Dagskrá aðalfunds körfuknattleiksdeildar Víðis 2018: 

  1. Kosið fundarstjóra (Hilmar) og fundarritara (Ragnar) 
  2. Formaður flutti ársskýrsluna. Árið 2017 var gott hjá strákonum. Góð aðsókn á æfingum og leikjum. Árangurinn var góður komust strákarnir í undanúrslit í utandeild Breiðabliks sem er þeirra besti árangur til þessa. Áhuginn er mikill, vilji til að gera þetta vel og faglega.
  3. Gjaldkeri fór yfir stöðuna. Staðan er góð hagnaður um rúmar 30.þús. Deildin er ný til stofnuð og því verður rekstrarformið á réttu róli fyrir þetta næsta aðalfund að ári liðnu. 
  4. Lög og samþykktir félagsins yfirfarin og staðfest. 
  5. Lagabreytingar.
  6. Kjör stjórnar, formaður til eins árs. varaformaður til eins árs og gjaldkeri til eins árs.
  7. Önnur mál.

Stjórnina skipa;
Hilmar Þór Ævarsson formaður
Ragnar Þór Baldursson varaformaður
Eiríkur Arnar Björgvinsson gjaldkeri

Bendum hér á facebook síðu körfuknattleiksdeildarinnar: https://www.facebook.com/V%C3%AD%C3%B0ir-K%C3%B6rfubolti-1987015831512861/?notif_id=1517000536898375&notif_t=page_invite&ref=notif

Stjórn KnattspyrnufélagsinsVíðis óskar stjórn körfuknattleiksdeildar Víðis til hamingju með deildina og óskar þeim velfarnaðar í starfi.

 

Áfram Víðir !