Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

5 leikmenn hafa ákveðið að taka slaginn með Víðir

Fimm leikmenn hafa ákveðið að taka slaginn með Víðir í Garði í sumar

 

 en það eru þeir Piotrek Bujak frá Póllandi, Ari Steinn Guðmundsson, Fannar Orri Sævarsson, Erik Oliversson og Brynjar Bergmann Björnsson sem koma frá Keflavík.

Ari Steinn er miðjumaður/kantmaður fæddur árið 1996 en hann lék með okkur síðasta sumar. spilaði 11 leiki og skoraði þrjú mörk. Hann hefur einnig spilað með Njarðvík. Hann kemur á láni frá Keflavík.

Piotrek Bujak kemur frá Póllandi og er markvörður. Hann er fæddur 1997 og spilaði síðast með liðinu CWKS Resovia í Póllandi.

Fannar Orri Sævarsson er fæddur 1997 kantmaður/miðjumaður.. Hann kom við sögu í fjórum leikjum er Keflavík komst upp í Pepsi-deildina. Hann kemur einnig að láni frá Keflavík.

Erik Oliversson markvörður er komin heim aftur eftir dvöl sína með 2fl Keflavíkur. Erik er fæddur 1998.

 

Brynjar Bergmann er einnig fæddur 1998 og kemur eins og hinir frá Keflavík.

 

 

Áfram Víðir !