Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Stuðningsmaður áttræður

Þetta er Auðunn Gestsson sem sló Íslandsmet á Sunnudaginn með því að vera fyrsti Íslendingurinn sem nær 80 ára aldri með Downs syndrome, Innilegar hamingjuóskir höfðingi.

Þessi mikli höfðingi hélt veislu með sínu fólki og óskaði þess innilega að eignast Víðistreyjuna, hann er svo lánsamur með fólkið sitt að Jóna frænka hans hafði samband við okkur í Víði og að sjálfsögðu fengu þau treyju til að afhenda honum í veislunni.

Okkur í Víðir þykir afar vænt um að honum þyki vænt um félagið okkar og að við skulum eiga svona frábæran stuðningsmann er ómetanlegt - hér er Auðunn í treyjunni sinni og sendir þakkir á okkur í leiðinni.

Bestu þakkir elsku Auðunn 

,,Yndislegt alveg hreint- hann hefur verið í treyjunni í allan dag,,