Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fréttir af aðalfundi 2018

Aðalfundur Víðis fór fram í gær mánudaginn 26. febrúar.

 

 Rekstur félagsins gengur vel og er þetta sjötta árið í röð þar sem rekstur félagsins er skilað réttu megin við núllið. Stjórnin er mjög stolt af góðum rekstri félagsins og góðri eignarstöðu og vill sérstaklega þakka velunnurum, fyrirtækjum og stuðningsmönnum fyrir gott ár með von um að 2018 verði ekki síðri. Breyting á stjórnarskipan varð þannig að út gengu Eva Berglind Magnúsdóttir, Kristinn Þór Sigurjónsson, Ingvar Elíasson og í þeirra stað komu inn Ólafur Ágúst Hlíðarsson og Arnar Már Halldórsson. Þökkum þeim Evu, Kidda og Ingvari kærlega fyrir árið. Stjórnin er því þannig skipuð: Sólmundur Ingi Einvarðsson - formaður Jón Oddur Sigurðsson - varaformaður Eva Rut Vilhjálmsdóttir - gjaldkeri Atli Rúnar Hólmbergsson - ritari Gísli Heiðarsson - meðstjórnandi Ólafur Ágúst Hlíðarsson - meðstjórnandi Halldór Gísli Ólafsson - meðstjórnandi Arnar Már Halldórsson - varamaður. Guðlaug Helga Sigurðardóttir - varamaður. Unglingaráð Þórunn Katla Tómasdóttir. Formaður Lilja Dögg Friðriksdóttir. Gjaldkeri Ráðið finnur fleiri einstaklinga með sér.