Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Tilkynning vegna Sólseturshátíðar, 2018

Tilkynning vegna Sólseturhátíðar, 2018. Bæjarstjórn, í samráði við framkvæmdaraðila Sólseturhátíðar, Knattspyrnufélagið Víðir, hefur samþykkt að færa dagsetningu Sólseturshátíðar í sumar. Hátíðin í sumar verður haldin frá 28. maí - 3. júní, 2018 í stað hefðbundins tíma. Helsta ástæða breytingarinnar er þátttaka Íslands í HM í knattspyrnu og reynsla framkvæmdaraðila af þátttöku Íslands í EM í knattspyrnu, sumarið 2016. Ýmis tækifæri skapast við tilfærslu dagsetningar s.s. að tengja hátíðarviðburði við starf Gerðaskóla og færri íbúar í Garði væntanlega á ferð um landið og vonast framkvæmdaraðilar að fleiri íbúar í Garði hafi tök á að taka þátt í hátíðinni með okkur. Undirbúningur er þegar hafin og ef íbúar eða aðrir luma á góðum hugmyndum um breytingar eða nýjungar sem hægt væri að bæta hátíðina með eru þær vel þegnar af hátíðarnefnd, því öll viljum við gera hátíð bæjarbúa í Garði að betri hátíð. Hægt er að senda skilaboð á fésbókarsíðuna „Sólseturshátíð í Garði“ eða á netfangið, vidir [dot] gardiatsimnet [dot] is „mynd, V.M. Þorgeirsson