Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

2.umferð Mjólkurbikarsins fer fram föstudaginn 20.apríl

Suðurnesja slagur í 2.umferð Mjólkurbikarsins þegar Knattspyrnufélagið Víðir mætir Þrótti Vogum á föstudaginn 20.apríl kl 20:00 á Fylkisvelli.

1000kr á völlinn. 

Frítt fyrir 18. ára og yngri. 

Þróttur & Víðir hafa einu sinni áður dregist á móti hvort öðru í bikar og var það árið 2013 í 2. umferð. Sigraði Þróttur leikinn 3-2 og kom sigurmarkið í uppbótartíma. 

Við hvetjum stuðningsmenn Þróttar og Víðis að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á sínu félagi. 

Bæði félög spila í 2. deildinni í sumar. Víðismenn voru ekki langt frá því að komast upp í fyrra og Þróttarar eru nýliðar í sumar.

Víðir vann KFS í Vestmannaeyjum síðustu helgi örugglega 2-6 í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla.

Fjölmennum á völlinn og styðjum okkar lið.

Áfram Víðir !!!