Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Sigur gegn Tindastól

Víðismenn gerðu góða ferð norður og sigruðu Tindastól 1-3 í 4.umferð 2.deildarinnar. 

Mörk Víðis skoruðu Tonci, Andri Gísla og Fannar Orri. Stólarnir komust yfir snemma leiks eftir langt útspark frá markverði heimaliðsins yfir okkar öftustu menn og stakk sóknarmaður Tindastóls inn fyrir vörnina og skoraði. 

Góð 3.stig, eftir tvö töp í röð á móti Völsung 2-3 á Nesfiskvellinum í 2.umferð og svo á móti Aftureldingu í 3.umferð var tap staðreynd 2-1 á Varmárvelli. 

Næsti leikur er heima á móti Vestra Sólseturshelgina 2.júni kl 14:00. 

Fjölmennum á völlinn, frítt inn :) 

Áfram Víðir.