Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Lokahóf 22.9.2018

Lokahóf meistaraflokks Víðis fór fram í gær.

Verðlaunin skiptust svona niður:

Efnilegasti leikmaðurinn( valinn af leikmönnum) þessi bikar heitir Karenar bikarinn hlaut Brynjar Atli Bragason markvörður.

Markakóngur Víðis með 10 mörk var Andri Gíslason

Besti leikmaður að vali klúbbhafa: Róbert Örn Ólafsson

Bestu leikmenn Víðis að mati leikmanna:

3.sæti Tonci Radovnikovic

2.sæti Róbert Örn Ólafsson

1.sæti Brynjar Atli Bragason

Stuðningsmaður ársins að mati leikmanna: Guðmundur Björgvin Jónsson

Sérstakar þakkir fyrir ómetanleg störf á liðnu keppnis ári: Sóley Gunnarsdóttir fyrir ómetanlega aðstoð við heimaleiki, Guðmundur Björgvin Jónsson fyrir myndbandsupptökur á leikjum Víðis og Guðmundur Sigurðsson fyrir myndatökur á leikjum Víðis.

Sérstakar þakkir til Sigurðar Elíassonar sem er búinn að vera aðstoðarþjálfari Víðis síðastliðin 3 ár. Knattspyrnufélagið Víðir þakkar honum fyrir góð störf í þágu félagsins.

Knattspyrnufélagið Víðir þakkar styrktaraðilum fyrir tryggann og ómetanlegan stuðning á liðnu ári og árum.