Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Nýr leikmaður

Knattspyrnufélagið Víðir Garði hefur náð samkomulagi við markmanninn Cristian Martínez að spila með liðinu út tímabilið 2019. Cristian Martínez er þrítugur Spánverji sem hefur leikið með Víking Ólafsvík og KA undanfarin ár. Cristian var valin leikmaður ársins 2016 og 2017 hjá Víking Ólafsvík og spilaði með þeim þrjú tímabil. Cristian spilaði með KA tímabilið 2018 í Pepsi deild en meiddist à miðju tímabili en spilaði 12 leiki. Cristian á 54 leiki í Pepsi deild. Stjórn Víðis er mjög ánægð með komu hans en áætlað er að hann komi í byrjun næsta mánaðar. Velkominn Cristian!